Leita í fréttum mbl.is

Ný stjórn og samgöngustefna Hlíða samþykkt á aðalfundir Íbúasamtaka 3. hverfis

Aðalfundur Íbúasamtaka 3. hverfis – Hlíðar, Holt og Norðurmýri var haldinn í Háteigsskóla fimmtudagskvöldið 29. október. Á fundinum voru hefðbundin aðalfundarstörf; skýrsla stjórnar kynnt, reikningar samtakanna lagðir fram til samþykktar og stjórnarkjör. Þar bar helst til tíðinda að Steinnunn Þórhallsdóttir hefur verið kjörin nýr formaður Íbúasamtaka 3. hverfis og koma inn í stjórn með henni 3 nýjir stjórnarmenn. Hægt er að sjá hér á síðunni hverjir sitja í stjórn næsta starfsár samtakanna.

Að afloknum hefðbundum aðalfundarstörfum, kynnti Steinunn Þórhallsdóttir, nýkjörin formaður samtakanna, niðurstöður samráðshóp um betra Miklatún sem Íbúasamtökin tóku þátt í. Þetta samráð náði hámarki með mjög fjölmennum hugmyndafundi á Kjarvalsstöðum sl. vor. Það er einkar ánægjulegt að sjá þá hugarfarsbreytingu sem hefur orðið með að leita til íbúa varðandi samráð og samstarf um að bæta lífsgæði í borginni okkar.

Borin var upp tillaga um samgöngustefnu Hlíða sem mótuð var á Samgönguþingi Hlíða þann 21. október sl. og var hún samþykkt samhljóða. Samgöngustefnan er aðgengileg á vef Íbúasamtaka 3. hverfis og eru íbúar hvattir til að kynna sér hana og ekki síður að taka tillit til hennar í okkar daglega lífi. Næstu skref er að leggja samgöngustefnu Hliða fyrir hverfisráð og í framhaldi að hvetja stofnanir og fyrirtæki í hverfinu að gera slíkt hið sama.

Lýðræðisverkefni borgarstjórnar var kynnt og samþykkt að leggja til grundvallar nokkar hugmyndir sem komu upp á fundinum, auk þeirra 45 atriða sem eru á aðgerðalista íbúasamtakanna frá 2007.

Hlekkir á öll gögn sem voru lögð fram á fundinum eru á vefsíðu Íbúasamtaka 3. hverfis - Hlíðar, Holt og Norðurmýri.

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband