Miðvikudagur, 4. júní 2008
Svifryksmengunarkvóti ársins er uppurinn
Ímynd Reykjavíkur sem hreinnar borgar hefur beðið hnekki á undanförnum árum. Við höfum löngum getað státað okkur af hreinu vatni og lofti á Íslandi. Nú er svo komið að í Reykjavík hefur svifryk mælst 20 sinnum yfir heilsufarsmörkum á þessu ári. Samkvæmt reglugerð 251/2002 má fjöldi daga þegar mengun fer yfir heilsufarsmörk vera að hámarki 18 á yfirstandandi ári. Árið 2010 má mengun fara að hámarki 7 daga yfir heilsufarsmörk. Það er ljóst að loftgæði sem íbúar í borginni búa við eru óásættanleg. Fyrirsjáanlegt er að yfirvöldum í Reykjavík er nauðugur einn kostur að grípa nú þegar til afgerandi aðgerða til að tryggja þúsundum íbúa í Reykjavík viðunandi loftgæði.
Lesa alla greinina á vefsíðu Íbúasamtaka 3. hverfis - Hlíðar, Holt og Norðurmýri
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Áhugaverð en hrikales lesning. Hvað gera borgaryfirvöld nú, verður tekið til þess ráðs að loka götum næst þegar svifrykið fer upp um allar hæðir? Nú þurfum við íbúar í krafti íbúasamtaka að taka höndum saman.
Andrea
Guttormur, 9.6.2008 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.