Fimmtudagur, 29. janúar 2009
Hlíðarnar sameinaðar - loksins
Haustið 2005 tóku nokkrir íbúar í Hlíðahverfi sig saman til að vinna að framgangi þess að sameina Hlíðarnar með því að setja Miklubraut í lokaðan niðurgrafinn stokk alla leið í gegnum hverfið. Þetta mál varð síðan eitt af megin málum Íbúasamtaka 3. hverfis sem voru stofnuð seinna sama ár. Þessi ákvörðun borgarráðs markar tímamót í þeirri baráttu og hún er mikið fagnaðarefni. Nú þarf að fylgja eftir hönnun og koma lausninni í umhverfismat.
Það merkilega er að sú lausn sem náðist almenn samstaða og sátt um leysir vandamálin sem þarna eru fyrir alla, jafnt íbúa og bílaumferð og kostar að auki töluvert minna en þau tröllamannvirki sem áður voru á dagskrá.
Hægt er að fræðast um feril málsins á vefsíðu Íbúasamtaka 3. hverfis - Hlíðar, Holt og Norðurmýri
Hætt við þriggja hæða mislæg gatnamót | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Íbúasamtök Háaleitis sátu hjá við atkvæðagreiðslu í samráðshópnum. Að beiðni ÍH var eftirfarandi bókun skjalfest. Rétt er að halda þessari bókun til haga og þeim sjónarmiðum sem þar koma fram.
Bókun íbúasamtaka Háaleitis
Íbúasamtök Háaleitis vilja að stokkalausn verði samfelld frá Kringlumýrarbraut, í
gegnum Háaleiti og austur fyrir Grensásveg. Heilsufarslegar afleiðingar fyrir íbúa og þá
ekki síst börn og unglinga í Háaleitishverfi , vegna loft- og hljóðmengunar frá umferð
sem streymir í gegnum hverfið um Miklubraut eru hinar sömu og í öðrum nálægum
hverfum. Tillaga samráðshópsins felur ekki í sér lausnir fyrir íbúa Háaleitishverfis.
Birgir Björnsson (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 13:20
Íbúasamtök Háaleitis voru aðilar að samráði um gatnamót KriMi. ÍH greiddu tillögunni ekki atkvæði heldur sátu hjá. Að ósk ÍH var meðfylgjandi bókun gerð við samþykktina. Rétt er að halda þessu til haga og þeim sjónarmiðum sem þar koma fram.
Bókun íbúasamtaka Háaleitis Íbúasamtök Háaleitis vilja að stokkalausn verði samfelld frá Kringlumýrarbraut, ígegnum Háaleiti og austur fyrir Grensásveg. Heilsufarslegar afleiðingar fyrir íbúa og þáekki síst börn og unglinga í Háaleitishverfi , vegna loft- og hljóðmengunar frá umferðsem streymir í gegnum hverfið um Miklubraut eru hinar sömu og í öðrum nálægumhverfum. Tillaga samráðshópsins felur ekki í sér lausnir fyrir íbúa Háaleitishverfis.Fyrir hönd stjórnar Íbúasamtaka Háaleitis
Birgir Björnsson
Birgir Björnsson, 29.1.2009 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.