Sunnudagur, 10. maí 2009
Góð reynsla af samráði við íbúa
Miðvikudaginn 6. maí komu nær 100 manns saman á Kjarvalsstöðum til að taka þátt í hugmyndavinnu um framtíðarskipulag á Miklatúni. Þessi mikli áhugi er enn eitt merki um að íbúar í Reykjavík hafa áhuga á taka þátt í að móta sitt nær umhverfi og að fólki er ekki alveg sama um hvernig það sé unnið.
Samráð um skipulag og nýtingu Miklatúns hefur verið lengi á dagskrá Íbúasamtaka 3. hverfis og það var því ánægjulegt að slíkur fundur skyldi haldinn. Og með hann var mikil ánægja, bæði hjá þátttakendum og skipuleggjendum.
Þetta er annað samráðið sem Íbúasamtökin taka þátt í á innan við einu ári og það er greinilegt að hinn góði árangur sem af slíku starfi er orðin hvatning til að taka það upp í tengslum við fleiri mál.
Hægt er að lesa um samráðsfund á Kjarvalsstöðum á vefsíðu ÍBS 3.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.