Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Blekkingar borgaryfirvalda

Reykjavíkurborg hefur lagt fram tillögur að mislægum gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar og hálfum stokk á Miklubraut í gegnum Hlíðahverfið. Þegar farið er að rýna í tillögur borgaryfirvalda kemur margt í ljós sem ekki er augljóst í því kynningarefni sem borgin hefur sent frá sér. Og allt eru það hlutir sem skerða lífsgæði íbúa í Hlíðum eða hreinlega standast ekki þær kröfur sem gerðar eru til slíks nýskipulags í íbúðahverfum.

Greinin öll á vef Íbúasamtaka 3. hverfis - www.hlidar.com 


Hverjir vilja mislæg gatnamót?

Á heimasíðu Íbúasamtaka 3. hverfis stendur yfir könnun á því hvort fólk vilji eða vilji ekki mislæg gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar eins og borgaryfirvöld hafa kynnt til sögunnar.

Hægt er að taka þátt í könnunninni með því að fylgja þessari slóð. 

Hægt er að sjá niðurstöðurnar á þessari slóð. 


Illgresið í grasrótinni

Ómar R. Valdimarsson skrifar bloggfærslu um fjölmiðla, íbúasamtök og lýðræði á bloggsíðu sinni. Niðurlag greinar hans er:

"Fjölmiðlar þurfa að fara varlega þegar þeir hleypa þrýstihópum sem þessum að í umræðuna. Það er að minnsta kosti dagljóst að fleiri Reykvíkingar treysta á ákvarðanir borgarfulltrúa, heldur en stjórnarmanna í grasrótarsamtökum, sem vaxa eins og illgresi út um allt land."

Færsla Ómars er á þessari slóð. 


Íbúasamtök 3. hverfis - Bloggsíða

Nánari upplýsingar um Íbúasamtök 3. hverfis - Hlíðar, Holt og Norðurmýrir má finna á vefsíðu samtakanna www.hlidar.com

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband