Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Föstudagur, 18. apríl 2008
Samráð um KriMi boðað
Á fjölmennum fundi í Kennaraháskólanum lýsti Gísli Marteinn Baldursson því yfir að boðað yrði til samráðs borgarinnar, Vegagerðarinnar og íbúa um gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Íbúar hafa verið að fara fram á að komast að borðinu í meira en 2 ár og því sjálfsagt rétt að segja loksins. Meira á vef Íbúasamtaka 3. hverfis.
Sunnudagur, 13. apríl 2008
Opinn kynningarfundur um KriMi gatnamót
Reykjavíkurborg og Vegagerðin, í samráði við Hverfisráð Hlíða, boða til opins íbúafundar þar sem kynntar verða tillögur að gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar og stokkalausnir á Miklubraut. Fundurinn verður haldinn í Skriðu, sal Kennaraháskólans, miðvikudaginn 16. apríl kl. 17. Dagskrá og nánari upplýsingar á vef Íbúasamtaka 3. hverfis - Hlíðar, Holt og Norðurmýri.
Mánudagur, 7. apríl 2008
Opinn íbúafundur um KriMi tillögur miðvikudaginn 16. apríl kl. 17
Boðað er til opins borgarafundar miðvikudaginn 16. apríl kl. 17 í hátíðasal Kennaraháskóla Íslands þar sem kynntar verða tillögur borgaryfirvalda á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Dagskrá er í mótun og verður birt þegar nær líður. Fundurinn er haldinn af Reykjavíkurborg og Vegagerðinni, í samráði við íbúasamtök. Nánar á vef Íbúasamtaka 3. hverfis.
Miðvikudagur, 2. apríl 2008
Gríðarlegur samfélagskostnaður af völdum mengunar frá umferð
Í Toronto í Kanada hafa yfirvöld reiknað út samfélagslegan kostnað af völdum mengunar frá umferð. Þar er áætlaður árlegur kostnaður vegna ótímabærs dauða 2,2 milljarðar CAD og um 5 milljarðar CAD sé tekið mið af veikindum, fjarveru frá vinnu, sjúkrakostnaði og öðru slíku. Ef þessar tölur eru speglaðar yfir á höfuðborgarsvæðið þar sem um 198.000 manns búa, þá er samfélagslegur kostnaður hér af völdum mengunar frá umferð um 30 milljarðar íslenskra króna. Ársgildi svifryksmengunar í Kanada og á Íslandi af völdum umferðar er mjög svipuð samkvæmt tölum WHO - alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar