Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Svifryksmengunarkvóti ársins er uppurinn

Ímynd Reykjavíkur sem hreinnar borgar hefur beðið hnekki á undanförnum árum. Við höfum löngum getað státað okkur af hreinu vatni og lofti á Íslandi. Nú er svo komið að í Reykjavík hefur svifryk mælst 20 sinnum yfir heilsufarsmörkum á þessu ári. Samkvæmt reglugerð 251/2002 má fjöldi daga þegar mengun fer yfir heilsufarsmörk vera að hámarki 18 á yfirstandandi ári. Árið 2010 má mengun fara að hámarki 7 daga  yfir heilsufarsmörk. Það er ljóst að loftgæði sem íbúar í borginni búa við eru óásættanleg. Fyrirsjáanlegt er að yfirvöldum í Reykjavík er nauðugur einn kostur að grípa nú þegar til afgerandi aðgerða til að tryggja þúsundum íbúa í Reykjavík viðunandi loftgæði.

Lesa alla greinina á vefsíðu Íbúasamtaka 3. hverfis - Hlíðar, Holt og Norðurmýri


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband