Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Hlíðarnar sameinaðar - loksins

Haustið 2005 tóku nokkrir íbúar í Hlíðahverfi sig saman til að vinna að framgangi þess að sameina Hlíðarnar með því að setja Miklubraut í lokaðan niðurgrafinn stokk alla leið í gegnum hverfið. Þetta mál varð síðan eitt af megin málum Íbúasamtaka 3. hverfis sem voru stofnuð seinna sama ár. Þessi ákvörðun borgarráðs markar tímamót í þeirri baráttu og hún er mikið fagnaðarefni. Nú þarf að fylgja eftir hönnun og koma lausninni í umhverfismat.

Það merkilega er að sú lausn sem náðist almenn samstaða og sátt um leysir vandamálin sem þarna eru fyrir alla, jafnt íbúa og bílaumferð og kostar að auki töluvert minna en þau tröllamannvirki sem áður voru á dagskrá.

Hægt er að fræðast um feril málsins á vefsíðu Íbúasamtaka 3. hverfis - Hlíðar, Holt og Norðurmýri


mbl.is Hætt við þriggja hæða mislæg gatnamót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband