Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009
Mánudagur, 31. ágúst 2009
Hverfahátíð Miðborgar og Hlíða á Miklatúni - laugardaginn 5. sept. kl. 14-16
Hin árlega hverfahátíð Miðborgar og Hlíða verður haldin á Miklatúni 5. september nk. milli kl. 14 og 16. Atriði verða á sviði í porti Kjarvalsstaða, dagkrá inni í húsinu, atriði á Miklatúni fyrir framan Kjarvalsstaði.
Skottmarkaður verður á vegum Íbúasamtaka III. hverfis, tengiliður er Steinunn Þórhallsdóttir s. 862-3242. Allir sem hafa áhuga á að fá stæði fyrir bílinn sinn á skottmarkaðnum geta skráð sig með tölvupósti í netfang: skottmarkadur@gmail.com . Þátttaka er ókeypis.
Íbúasamtökin hvetja einstaklinga jafnt sem fjölskyldur, nemendaráð, foreldrafélög, íþróttafélög, ömmur og afa til að taka þátt í að skapa skemmtilega stemningu í hverfinu. Það er einfalt mál að fara í geymsluna og raða því í skottið á bílnum sem gott væri að losna við, leggja á stæðinu við Kjarvalsstaði, og breyta bílnum sínum í sölubás í tvo klukkutíma. Nú eða selja föndrið frá því í fyrra, heimabaksturinn, sultuna eða hvað sem er.
Fjölmennum á Hverfahátíð 2009 á Miklatúni laugardaginn 5. september n.k.
Dagkrá og allar upplýsingar má nálgast á vef Íbúasamtaka 3. hverfis.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar