Sunnudagur, 26. október 2008
Aðalfundur Íbúasamtaka 3. hverfis 4. nóvember kl. 20
Sunnudagur, 31. ágúst 2008
Hverfahátíð Miðborgar og Hlíða á Miklatúni
Hverfahátíð Miðborgar og Hlíða verður haldin á Miklatúni laugardaginn 6. september kl. 14 - 16. Frítt í Sundhöllina fyrir alla frá kl. 16 - 18. Dagskrá og nánari upplýsingar á vef Íbúasamtaka 3. hverfis - Hlíðar, Holt og Norðurmýri.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.9.2008 kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 23. ágúst 2008
Áskorun til borgaryfirvalda - Útisundlaug við Sundhöllina
Líklega velja margir að búa miðsvæðis í Reykjavík, til að hafa möguleika á því að ganga eða hjóla allra sinna ferða. Það er skynsamleg og góð hreyfing sem mengar ekki andrúmsloftið. Margir vilja geta gengið í sundlaugar borgarinnar, til að fá enn meiri hreyfingu og frískt loft allan ársins hring. Sem betur fer búa flestir borgarbúar við þau lífsgæði að stutt er í næstu útisundlaug.
En nú ber svo við að íbúar sem búa í Miðborginni, Holtunum, Norðurmýrinni og Hlíðunum og vilja fá sér sundsprett undir berum himni er gert erfitt um vik, þar sem engin útisundlaug er í þessum hverfum. Það er að sjálfsögðu hægt að ganga eða hjóla í bæði Vesturbæjarsundlaug eða Laugardalslaug, en þegar heilu fjölskyldurnar ætla í sundferð, verður bíllinn oftast fyrir valinu. Á þessu má ráða bót með því að byggja útisundlaug við hverfislaugina, Sundhöll Reykjavíkur. Hugmyndir um að byggja útisundlaug við þá merkilegu innilaug hafa verið sveimandi yfir höfðum okkar í 65 ár og borgaryfirvöld hafa ævinlega verið jákvæð gagnvart þeirri hugmynd. Enn er þó hvergi að finna samþykkt um að hefjast handa við verkið.
Kostir þess að byggja útisundlaug við Sundhöllina við Barónsstíg eru fjölmargir. Sundkennsla barna yrði efld, auk þess sem eldri borgarar gætu notið útiveru í auknum mæli. Fjölskyldufólk í hverfinu þyrfti ekki að fara um langan veg til að sækja heim sundlaug og meira svigrúm yrði fyrir þá sem æfa sundíþróttina markvisst.
Nú hafa bæði íbúasamtök 3. hverfis og Miðborgar ályktað um hversu brýnt er að fá útisundlaug á þennan reit. Við hvetjum því stjórnendur borgarinnar til að staðfesta að autt svæði sunnan við Sundhöll Reykjavíkur verði nýtt til að byggja útisundlaug. Jafnframt vonumst við til að borgarfulltrúar hafi í sér drift og döngun til að veita fjár til þessa mannvirkis nú þegar unnið er að fjárhagsáætlun borgarinnar.
Á vef Íbúasamtaka 3. hverfis - www.hlidar.com - er nú í gangi undirskriftarsöfnun með áskorun til borgaryfirvalda um að tryggja svæðið sunnan sundhallar og hefjast handa við undirbúning að því að útisundlaug rísi við Sundhöllina.
Eva María Jónsdóttir, formaður Íbúasamtaka miðborgarinnar
Hilmar Sigurðsson, formaður Íbúasamtaka 3. hverfis - Hlíðar, Holt og Norðurmýri
Þriðjudagur, 19. ágúst 2008
26 sinnum yfir leyfð mörk 2008
Svifryk í Reykjavík hefur farið alls 26 sinnum yfir þau mörk sem eru heimiluð í reglugerð fyrir árið 2008. Þessi skipti eru 18 og fara stig lækkandi í 7 árið 2010. Þó lítið sé við þessu tilviki á sunnudag að gera, þá eru þau 18 skipti sem mengun fór yfir heilsufarsmörk á tímabilinu janúar til júní tengd umferð. Og þar má ýmislegt gera.
Það er hægt að skoða frekari upplýsingar um þetta á heimasíðu Íbúasamtaka 3. hverfis - Hlíðar, Holt og Norðurmýri
Svifryk yfir heilsuverndarmörkum á sunnudag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 24. júlí 2008
Mikill hraðakstur í Stakkahlíð og Hamrahlíð
Lögreglan í Reykjavík mældi hraðakstur á völdum götum í íbúðahverfum í Reykjavík á tímabilinu mars - júlí. Niðurstöður þessara mælinga hafa nú verið birtar á vef lögreglunnar. Þegar skoðað er hvernig ástandið er á götum í Hlíðum, kemur í ljós að af fjórum götum sem voru mældar, er akstur yfir hámarkshraða óviðunandi á þremur þeirra.
Ástandið er sýnu verst í Stakkhlíð en við þá götu er Ísaksskóli, auk þess sem fjölmörg börn á leið í Háteigsskóla þurfa að fara yfir þá götu.
Lesa alla fréttina á vef Íbúasamtaka 3. hverfis - Hlíðar, Holt og Norðurmýri
Miðvikudagur, 4. júní 2008
Svifryksmengunarkvóti ársins er uppurinn
Ímynd Reykjavíkur sem hreinnar borgar hefur beðið hnekki á undanförnum árum. Við höfum löngum getað státað okkur af hreinu vatni og lofti á Íslandi. Nú er svo komið að í Reykjavík hefur svifryk mælst 20 sinnum yfir heilsufarsmörkum á þessu ári. Samkvæmt reglugerð 251/2002 má fjöldi daga þegar mengun fer yfir heilsufarsmörk vera að hámarki 18 á yfirstandandi ári. Árið 2010 má mengun fara að hámarki 7 daga yfir heilsufarsmörk. Það er ljóst að loftgæði sem íbúar í borginni búa við eru óásættanleg. Fyrirsjáanlegt er að yfirvöldum í Reykjavík er nauðugur einn kostur að grípa nú þegar til afgerandi aðgerða til að tryggja þúsundum íbúa í Reykjavík viðunandi loftgæði.
Lesa alla greinina á vefsíðu Íbúasamtaka 3. hverfis - Hlíðar, Holt og Norðurmýri
Föstudagur, 18. apríl 2008
Samráð um KriMi boðað
Sunnudagur, 13. apríl 2008
Opinn kynningarfundur um KriMi gatnamót
Mánudagur, 7. apríl 2008
Opinn íbúafundur um KriMi tillögur miðvikudaginn 16. apríl kl. 17
Miðvikudagur, 2. apríl 2008
Gríðarlegur samfélagskostnaður af völdum mengunar frá umferð
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar