Leita í fréttum mbl.is

Gríðarlegur samfélagskostnaður af völdum mengunar frá umferð

Í Toronto í Kanada hafa yfirvöld reiknað út samfélagslegan kostnað af völdum mengunar frá umferð. Þar er áætlaður árlegur kostnaður vegna ótímabærs dauða 2,2 milljarðar CAD og um 5 milljarðar CAD sé tekið mið af veikindum, fjarveru frá vinnu, sjúkrakostnaði og öðru slíku. Ef þessar tölur eru speglaðar yfir á höfuðborgarsvæðið þar sem um 198.000 manns búa, þá er samfélagslegur kostnaður hér af völdum mengunar frá umferð um 30 milljarðar íslenskra króna. Ársgildi svifryksmengunar í Kanada og á Íslandi af völdum umferðar er mjög svipuð samkvæmt tölum WHO - alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og við látum þetta bara sem vind um eyrun þjóta. Í mesta lagi að háu eldsneytisverði sé mótmælt.

kv. frá íbúa í Sundum þar sem loftmengun er mikil eins og í Hlíðum.

Sigríður (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 21:04

2 identicon

Ég held að það hafi ekki verið rannsakað hvað loftmengun hefur mikil áhrif á okkur sem búa hér í miðri Reykjavík.

Við höfum samt gott fólk frá umhverfissviði borgarinnar sem mælir himinhá mengun út um alla borg, en eru það mælingar mælinganna vegna?

Það er a.m.k. ekki gert neitt til að draga úr henni, þvert á móti.

kv. frá íbúa í Sundunum

Andrea (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband